Enski boltinn

Nýtt og óvænt nafn blandast í umræðuna um stjórastöðu United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ruben Amorim hefur verið nefndur til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United.
Ruben Amorim hefur verið nefndur til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Carlos Rodrigues/Getty Images

Ruben Amorim, knaatspyrnustjóri Sportin Lissabon í Portúgal, hefur blandast í umræðuna um næsta knattspyrnustjóra Manchester United á Englandi.

Erik ten Hag, þjálfari Ajax, og Mauricio Pchettino, þjálfari PSG, hafa verið þau nöfn sem oftast hafa verið nefnd til sögunnar til að taka við af bráðabirgðastjóranum Ralf Rangnick sem stýrir United út tímabilið.

Eftir að yfirstandandi tímabili líkur mun Rangnick taka við ráðgjafastöðu hjá liðinu, en nú hefur hinn 36 ára Ruben Amorim verið nefndur sem mögulegur arftaki Þjóðverjans.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Amorim náð að skapa sér nafn sem einn efnilegasti þjálfai heims. Hann gerði Sporting að portúgölskum meisturum á seinasta tímabili, en það var fyrsti deildarmeistaratitill félagsins í 19 ár.

Þó er talið að United þurfi að greiða Sportin í kringum 30 milljónir evra til að losa Amorim undan samningi sínum við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×