Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 09:57 Galeries Lafayette verslanamiðstöðin. Gripið hefur verið til verulegra takmarkana í Evrópu hvað varðar veitingastaði og öldurhús en verslanir fengið að starfa áfram að mestu. epa/Christophe Petit Tesson Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. Veran sagði í samtali við BFM TV að ómíkron yrði ráðandi afbrigðið í landinu í snemma í janúar. Engar nýjar aðgerðir væru á teikniborðinu og jafnvel þótt ekki væri hægt að útiloka neitt þá vonuðust stjórnvöld til að auknar bólusetningar yrðu til þess að halda veirunni í skefjum. Á Bretlandseyjum eru 129 einstaklingar á spítala með ómíkron og fjórtán hafa látist. Gillian Keegan, undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í samtali við Sky News að stjórnvöld myndu ekki hika við að grípa til hertra aðgerða ef tölurnar sýndu að það væri nauðsynlegt. Boris Johnson forsætisráðherra greindi hins vegar frá því í gær að engar nýjar aðgerðir yrðu tilkynntar fyrir jól en opnaði á þann möguleika að eitthvað yrði gert eftir hátíðirnar. Johnson er í nokkuð erfiðri stöðu, þar sem sérfræðingar hafa kallað eftir aðgerðum síðustu daga og vikur á sama tíma og þær eru afar umdeildar innan Íhaldsflokksins. Í Þýskalandi hefur kanslarinn Olaf Scholz varað við því að fimmta bylgjan sé „rétt handan við hornið“ og stjórnvöld hafa tilkynnt um nýjar sóttvarnaðgerðir sem munu taka gildi í síðasta lagi 28. desember. Stjórnvöld í Portúgal hafa fyrirskipað lokun bara og næturklúbba og fólk verið hvatt til að vinna heima frá 26. desember til 9. janúar. Þá verður ekki heimilt að safnast saman í stærri hópum en sem telja tíu einstaklinga utandyra á gamlárskvöld. 775 létust úr Covid í Póllandi á föstudag en um er að ræða mesta fjölda sem látist hefur á einum degi í fjórðu bylgju faraldursins þar í landi. Um 18 þúsund greindust með veiruna í Póllandi á föstudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bretland Portúgal Pólland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Veran sagði í samtali við BFM TV að ómíkron yrði ráðandi afbrigðið í landinu í snemma í janúar. Engar nýjar aðgerðir væru á teikniborðinu og jafnvel þótt ekki væri hægt að útiloka neitt þá vonuðust stjórnvöld til að auknar bólusetningar yrðu til þess að halda veirunni í skefjum. Á Bretlandseyjum eru 129 einstaklingar á spítala með ómíkron og fjórtán hafa látist. Gillian Keegan, undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í samtali við Sky News að stjórnvöld myndu ekki hika við að grípa til hertra aðgerða ef tölurnar sýndu að það væri nauðsynlegt. Boris Johnson forsætisráðherra greindi hins vegar frá því í gær að engar nýjar aðgerðir yrðu tilkynntar fyrir jól en opnaði á þann möguleika að eitthvað yrði gert eftir hátíðirnar. Johnson er í nokkuð erfiðri stöðu, þar sem sérfræðingar hafa kallað eftir aðgerðum síðustu daga og vikur á sama tíma og þær eru afar umdeildar innan Íhaldsflokksins. Í Þýskalandi hefur kanslarinn Olaf Scholz varað við því að fimmta bylgjan sé „rétt handan við hornið“ og stjórnvöld hafa tilkynnt um nýjar sóttvarnaðgerðir sem munu taka gildi í síðasta lagi 28. desember. Stjórnvöld í Portúgal hafa fyrirskipað lokun bara og næturklúbba og fólk verið hvatt til að vinna heima frá 26. desember til 9. janúar. Þá verður ekki heimilt að safnast saman í stærri hópum en sem telja tíu einstaklinga utandyra á gamlárskvöld. 775 létust úr Covid í Póllandi á föstudag en um er að ræða mesta fjölda sem látist hefur á einum degi í fjórðu bylgju faraldursins þar í landi. Um 18 þúsund greindust með veiruna í Póllandi á föstudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bretland Portúgal Pólland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira