Kane slapp við rautt því Robertson hoppaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:30 Paul Tierney sýnir Harry Kane gula spjaldið. Liverpool-menn vildu sjá annan lit á spjaldinu. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA Harry Kane var ekki rekinn af velli fyrir brotið á Andy Robertson því Skotinn hoppaði þegar hann var tæklaður. The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00
Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40