Klopp: Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 10:01 Jürgen Klopp var mjög ósáttur með ákvarðanir Paul Tierney eins og sést á þessari mynd. AP/Frank Augstein Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með Paul Tierney dómara í 2-2 jafnteflinu á móti Tottenham í gær. Klopp sagði meira segja við Tierney í leikslok að hann ætti í engum vandræðum með neinn dómara í ensku deildinni nema hann. Liverpool vildi fá rautt spjald á Harry Kane fyrir sólartæklingu hans sem og að fá víti þegar Diego Jota féll í teignum. Í stað þess var Andrew Robertson tekinn af velli í seinni hálfleik og Liverpool varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. Hér fyrir neðan sjá viðtal við Klopp og eins svipmyndir af öllum þessum umdeildu atvikum. "I really have no idea what's his problem with me." Jurgen Klopp reacts to #LFC's draw at Tottenham and expresses his frustration at the refereeing in the game.pic.twitter.com/bYxMv3VdZq— Sky Sports (@SkySports) December 19, 2021 „Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Það voru miklar tilfinningar hjá mér í þessum leik en er það bara ekki eðlilegt í leik sem þessum. Hann kemur sérstaklega til mín og gefur mér gult spjald en ég hefði kosið frekar réttar ákvarðanir hjá honum inn á vellinum,“ sagði Klopp. „Við misstum alla miðjuna okkar og besta miðvörð heims. Við missum fyrirliðann okkar á leikdegi og við gátum því ekki beðið um besta fótboltaleik okkar á tímabilinu. Þú verður bara að berjast í þessari stöðu og það gerðu strákarnir,“ sagði Klopp. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa [Andrew] Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. „Þú þarft ekki á dómara að halda sem hjálpar þér. Þú þarft hins vegar dómara sem er með allt á hreinu og er óhlutdrægur. Í þremur atriðum þá hafði hann eitt rétt en tvö voru röng. Allt var á móti okkur,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá hvað Klopp sagði við Paul Tierney strax eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Klopp sagði meira segja við Tierney í leikslok að hann ætti í engum vandræðum með neinn dómara í ensku deildinni nema hann. Liverpool vildi fá rautt spjald á Harry Kane fyrir sólartæklingu hans sem og að fá víti þegar Diego Jota féll í teignum. Í stað þess var Andrew Robertson tekinn af velli í seinni hálfleik og Liverpool varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. Hér fyrir neðan sjá viðtal við Klopp og eins svipmyndir af öllum þessum umdeildu atvikum. "I really have no idea what's his problem with me." Jurgen Klopp reacts to #LFC's draw at Tottenham and expresses his frustration at the refereeing in the game.pic.twitter.com/bYxMv3VdZq— Sky Sports (@SkySports) December 19, 2021 „Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Það voru miklar tilfinningar hjá mér í þessum leik en er það bara ekki eðlilegt í leik sem þessum. Hann kemur sérstaklega til mín og gefur mér gult spjald en ég hefði kosið frekar réttar ákvarðanir hjá honum inn á vellinum,“ sagði Klopp. „Við misstum alla miðjuna okkar og besta miðvörð heims. Við missum fyrirliðann okkar á leikdegi og við gátum því ekki beðið um besta fótboltaleik okkar á tímabilinu. Þú verður bara að berjast í þessari stöðu og það gerðu strákarnir,“ sagði Klopp. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa [Andrew] Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. „Þú þarft ekki á dómara að halda sem hjálpar þér. Þú þarft hins vegar dómara sem er með allt á hreinu og er óhlutdrægur. Í þremur atriðum þá hafði hann eitt rétt en tvö voru röng. Allt var á móti okkur,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá hvað Klopp sagði við Paul Tierney strax eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira