Sóttvarnarreglur brotnar á Baggalútstónleikum: „Talsverð ölvun á mannskapnum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 12:52 Baggalútstónleikar fóru fram í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnarreglur hafi verið brotnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar megi meðal annars nefna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24