Innlent

Slag­orð úr vopna­búri hernaðar­and­­stæðinga nýtt gegn bólu­­setningum barna

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Andstæðingar bólusetninga taka óvæntan snúning með nýju heiti á mótmælum sínum.
Andstæðingar bólusetninga taka óvæntan snúning með nýju heiti á mótmælum sínum. vísir/sigurjón/óttar

Hernaðar­and­stæðingar eru afar ó­sáttir við að and­stæðingar bólu­setninga skuli nota þekkt slag­orð úr þeirra vopna­búri. Boðað hefur verið til mót­mæla þeirra sem gjalda var­hug við bólu­setningum undir yfir­skriftinni Friðar­ganga.

Sam­tök hernaðar­and­stæðinga hafa staðið fyrir friðar­göngunni frá árinu 1980 en gátu ekki haldið hana í fyrra vegna sam­komu­tak­markana.

Fjöldi fólks sækir hana ár­lega og það kom ef­laust mörgum á ó­vart að sjá hana aug­lýsta strax á morgun, 18. desember.

„Það kom okkur mjög á ó­vart að það væri friðar­ganga á morgun. Hún er sem sagt alltaf á Þor­láks­messu hjá okkur og við erum ný­búin að á­kveða að við getum ekki haldið hana með hefð­bundnu sniði vegna sótt­varna­að­gerða,“ segir Gutt­ormur Þor­steins­son, for­maður Sam­taka hernaðar­and­stæðinga.

Stöldrum við... fyrir okkur öll

Aug­lýsingin fyrir gönguna er nefni­lega alls ekki í anda hernaðar­and­stæðinga. Hér virðast vera á ferð mót­mæli gegn bólu­setningum barna.

Þessi auglýsing birtist í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.Dagskráin

Fá­mennur hópur hefur staðið fyrir reglu­legum mót­mælum gegn að­gerðum stjórn­valda í far­aldrinum en hann fór ný­lega að leggja aðal­á­herslu á bólu­setningar barna.

Sjá einnig: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli.

Og hernaðar­and­stæðingar eru allt annað en sáttir með að mót­mælin fari fram undir for­merkjum ára­tuga gamallar jóla­hefðar þeirra.

„Mér finnst þetta frekar leiðin­legt og við viljum helst ekki vera tengd þeirra mál­stað heldur tala al­mennt fyrir friði. Og því er frekar leiðin­legt að þau séu að nota þetta nafn sem hefur verið svona jóla­siður hjá mörgum í marga ára­tugi. Og að það sé hægt að rugla þessu saman,“ segir Gutt­ormur.

Guttormur ítrekar fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga.vísir/einar

Harðneita tengingunni

Mót­mælin á morgun munu fara fram bæði í Reykja­vík og á Akur­eyri, rétt eins og venjan er með friðar­göngu hernaðar­and­stæðinga.

Í skrif­legu svari frá for­svars­mönnum mót­mælanna harð­taka þeir þó fyrir að friðar­ganga hernaðar­and­stæðinga hafi verið í huga þeirra þegar nafn var fundið á gönguna.

Spurð hvort þarna væri á ferð stæling á nafni hinnar einu sönnu friðar­göngu svaraði Martha Ernsts­dóttir, einn for­svars­mannanna því neitandi: „Nei alls ekki, þetta er friðar­ganga til að leggja á­herslu á mann­réttindi, frelsi og lýð­ræði,“ sagði hún.

Eru ekki á móti bólusetningum

Gutt­ormur vill í­treka fyrir fólki að við­burðurinn sé ekki tengdur hernaðar­and­stæðingum á neinn hátt.

Og hernaðar­and­stæðingar eru ekki á móti bólu­setningum barna eða hvað?

„Nei, við höfum alla­vega ekki tekið þá af­stöðu, nei.“


Tengdar fréttir

Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum

Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir.  

Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×