Innlent

Búið að opna veginn undir Hafnarfjalli eftir alvarlegt bílslys

Samúel Karl Ólason og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Langar bílaraðir mynduðust undir Hafnarfjalli.
Langar bílaraðir mynduðust undir Hafnarfjalli. Gestur Andrés

Þyrla Landhelgisgæslu Íslands lenti um klukkan fimm undir Hafnarfjalli eftir að hafa verið kölluð til á hæsta forgangi vegna bílslyss sem hefur verið lýst sem alvarlegu. Tveir eru slasaðir og þar af einn alvarlega.

Sá sem er alvarlega slasaður hefur verið fluttur með þyrlunni á spítalann í Fossvogi.

Uppfært: 19:50 - Vegagerðin hefur opnað veginn aftur.

Vegagerðin tilkynnti á fimmta tímanum að veginum undir Hafnarfjalli hefði verið lokað vegna slyssins og var fólki bent á að fara hjáleið um Geldingadraga.

Ökumaður sem er þarna á ferðinni og hringdi í fréttastofu sagði langar biðraðir bíla hafa myndast við slysstaðinn. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.