Enn að jafna sig af Covid en skoraði tvö Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 13:30 Kevin De Bruyne virðist nálgast sitt besta form en kveðst enn finna fyrir afleiðingum þess að smitast af Covid-19. EPA-EFE/Peter Powell Kevin De Bruyne segist enn finna fyrir afleiðingum þess að hafa smitast af kórónuveirunni, þrátt fyrir að hann hafi átt stórleik í 7-0 sigri Manchester City gegn Leeds á þriðjudaginn. De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn. Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Dahlmeier fannst látin Sport Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn.
Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Dahlmeier fannst látin Sport Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira