Vantar 1,5 milljarða í vegina til að standa við kosningaloforðin Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2021 22:44 Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kynntur á Kjarvalsstöðum þann 28. nóvember síðastliðinn. Vilhelm Gunnarsson Fimmtánhundruð milljóna króna gat er í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að unnt sé að ráðast í þá vegagerð sem samgönguáætlun mælir fyrir um. Innviðaráðherra neitar því að þetta þýði niðurskurð. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent