Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 19:45 Frá vegagerð í Kjálkafirði á Vestfjörðum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira