Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 19:45 Frá vegagerð í Kjálkafirði á Vestfjörðum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira