Kimmich enn að jafna sig og sér eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:31 Joshua Kimmich í sókn gegn Íslandi en Brynjar Ingi Bjarnason til varnar, í leik í undankeppni HM á Laugardalsvelli í haust. Getty/Alex Grimm Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich hefur ekki getað æft fótbolta af fullum krafti vegna minni háttar lungnavandamála og viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19. Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku. Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Kimmich, sem er 26 ára, smitaðist af kórónuveirunni í síðasta mánuði og þessi frábæri miðjumaður Bayern München mun ekki spila fótbolta að nýju fyrr en á næsta ári. Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki verið búinn að láta bólusetja sig: „Það var erfitt fyrir mig að eiga við ótta minn og áhyggjur, þess vegna var ég svona lengi að ákveða mig,“ sagði Kimmich sem hefur nú ákveðið að fá bólusetningu. Kimmich segir að sér líði ágætlega núna en að hann geti þó ekki enn æft eins og hann kjósi, vegna „minni háttar vökvasöfnunar“ í lungum. Bettina Stark-Watzinger, mennta- og vísindaráðherra Þýskalands, fagnaði ákvörðun Kimmich um að fá bólusetningu: „Sem atvinnumaður og landsliðsmaður þá er hann fyrirmynd fyrir marga. Frekari bólusetningar eru leiðin út úr faraldrinum,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Es ist eine gute Entscheidung, dass sich Joshua #Kimmich nun gegen Corona impfen lassen will. Als Fußballprofi und Nationalspieler ist er für viel Menschen Vorbild. Mehr Impfungen sind der Weg aus der Pandemie. #impfen #Corona— Bettina Stark-Watzinger (@starkwatzinger) December 12, 2021 Kimmich fór fyrst í einangrun snemma í nóvember eftir að hafa umgengist smitaðan einstakling. Í kjölfarið greindist hann með smit og hefur því misst af síðustu leikjum Bayern. Bayern á eftir leiki við Mainz, Stuttgart og Wolfsburg áður en við tekur vetrarfrí í Þýskalandi. „Ég þarf að vera þolinmóður aðeins lengur. Ég horfi á síðustu þrjá leikina úr sófanum og síðan sækjum við fram saman í janúar,“ sagði Kimmich í færslu á Instagram í síðustu viku.
Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira