Klopp segir það óhjákvæmilegt að Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 08:45 Jürgen Klopp segir það klárt mál að Steven Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Liverpool goðsögnin Steven Gerrard snýr aftur á Anfield í dag, og nú í fyrsta skipti sem þjálfari í ensku úrvalsdeildinni, þegar Aston Villa heimsækir Liverpool. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, jós lofi yfir fyrrum fyrirliða liðsins í vikunni. „Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021 Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira
„Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira