Erlent

Boris Johnson nú sjö barna faðir

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson og Carrie Johnson gengu í hjónaband á síðasta ári.
Boris Johnson og Carrie Johnson gengu í hjónaband á síðasta ári. EPA

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Johnson, eiginkona hans, eignuðust dóttur í dag, en þetta er annað barn þeirra hjóna.

Sky News segir frá þessu. Forsætisráðherrann segir í tilkynningu að móður og barni heilsist vel og þá þakkar hans starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins sérstaklega fyrir þeirra vinnu.

Hinn 57 ára Johnson hefur lengi lítið vilja tjá sig um sitt einkalíf en fyrr í haust sagðist hann vera faðir sex barna, svo hann er nú orðinn sjö barna faðir.

Boris Johnson og hin 33 ára Carrie áttu í ástarsambandi í utanríkisráðherratíð Boris árið 2018 og eignuðust þau soninn Wilfred Lawrie Nicholas Johnson í apríl á síðasta ári. Þau Boris og Carrie gengu í hjónaband í maí á þessu ári.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.