Bentu lögreglu á mögulegt vitni í Kaupmannahafnarmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 07:01 Leikmenn ganga inn á Parken í Kaupmannahöfn í september 2010. Það var í kringum þennan landsleik sem meint kynferðisbrot átti sér stað. Getty/Lars Ronbog Nefndin sem skoðaði viðbrögð KSÍ við ábendingum um kynferðislegt ofbeldi tilkynnti lögreglu um mögulegt vitni í umtöluðu hópnauðgunarmáli frá árinu 2010. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í fyrradag. Nefndin segist hafa rætt við einstaklinga sem tengdust A-landsliði karla á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Var það í kringum landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður FH, eru sakaðir um að hafa brotið á ungri konu umrætt kvöld. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að það var kært í sumar. Báðir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og neita sök. Samkvæmt þeim upplýsingum sem úttektarnefndin fékk í viðtölum munu einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla á þessum tíma í kjölfarið hafa fengið vitneskju um „að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast“, eins og einn viðmælandinn orðaði það, og að það hefði lotið að því að tveir landsliðsmenn hefðu verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér. Nefndin segir alla einstaklingana hafa lagt áherslu á að þeir hefðu ekki verið í aðstöðu til að fullyrða neitt um hvað hefði gerst í raun. Að því er varði þá einstaklinga sem úttektarnefndin ræddi við um málið og töldu sig geta tjáð sig um atvik málsins af eigin raun hafi nefndin aftur á móti litið til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið opinberlega í fjölmiðlum um að hafin sé sakamálarannsókn á málinu. „Til þess að raska ekki þeirri rannsókn hefur nefndin komið þeirri ábendingu á framfæri við umrædda einstaklinga og lögreglu að þeir kunni að hafa stöðu vitnis í málinu. Með því er þó ekki tekin nein afstaða til atvika málsins árið 2010 af hálfu nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt þessu þá hefur nefndin tilkynnt að minnsta kosti einn einstakling til lögreglu vegna málsins og má reikna með að viðkomandi verði kallaður í skýrslutöku. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09 Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Nefndin segist hafa rætt við einstaklinga sem tengdust A-landsliði karla á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Var það í kringum landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður FH, eru sakaðir um að hafa brotið á ungri konu umrætt kvöld. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að það var kært í sumar. Báðir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og neita sök. Samkvæmt þeim upplýsingum sem úttektarnefndin fékk í viðtölum munu einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla á þessum tíma í kjölfarið hafa fengið vitneskju um „að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast“, eins og einn viðmælandinn orðaði það, og að það hefði lotið að því að tveir landsliðsmenn hefðu verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér. Nefndin segir alla einstaklingana hafa lagt áherslu á að þeir hefðu ekki verið í aðstöðu til að fullyrða neitt um hvað hefði gerst í raun. Að því er varði þá einstaklinga sem úttektarnefndin ræddi við um málið og töldu sig geta tjáð sig um atvik málsins af eigin raun hafi nefndin aftur á móti litið til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið opinberlega í fjölmiðlum um að hafin sé sakamálarannsókn á málinu. „Til þess að raska ekki þeirri rannsókn hefur nefndin komið þeirri ábendingu á framfæri við umrædda einstaklinga og lögreglu að þeir kunni að hafa stöðu vitnis í málinu. Með því er þó ekki tekin nein afstaða til atvika málsins árið 2010 af hálfu nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt þessu þá hefur nefndin tilkynnt að minnsta kosti einn einstakling til lögreglu vegna málsins og má reikna með að viðkomandi verði kallaður í skýrslutöku. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09 Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09
Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36