Bentu lögreglu á mögulegt vitni í Kaupmannahafnarmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 07:01 Leikmenn ganga inn á Parken í Kaupmannahöfn í september 2010. Það var í kringum þennan landsleik sem meint kynferðisbrot átti sér stað. Getty/Lars Ronbog Nefndin sem skoðaði viðbrögð KSÍ við ábendingum um kynferðislegt ofbeldi tilkynnti lögreglu um mögulegt vitni í umtöluðu hópnauðgunarmáli frá árinu 2010. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í fyrradag. Nefndin segist hafa rætt við einstaklinga sem tengdust A-landsliði karla á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Var það í kringum landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður FH, eru sakaðir um að hafa brotið á ungri konu umrætt kvöld. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að það var kært í sumar. Báðir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og neita sök. Samkvæmt þeim upplýsingum sem úttektarnefndin fékk í viðtölum munu einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla á þessum tíma í kjölfarið hafa fengið vitneskju um „að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast“, eins og einn viðmælandinn orðaði það, og að það hefði lotið að því að tveir landsliðsmenn hefðu verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér. Nefndin segir alla einstaklingana hafa lagt áherslu á að þeir hefðu ekki verið í aðstöðu til að fullyrða neitt um hvað hefði gerst í raun. Að því er varði þá einstaklinga sem úttektarnefndin ræddi við um málið og töldu sig geta tjáð sig um atvik málsins af eigin raun hafi nefndin aftur á móti litið til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið opinberlega í fjölmiðlum um að hafin sé sakamálarannsókn á málinu. „Til þess að raska ekki þeirri rannsókn hefur nefndin komið þeirri ábendingu á framfæri við umrædda einstaklinga og lögreglu að þeir kunni að hafa stöðu vitnis í málinu. Með því er þó ekki tekin nein afstaða til atvika málsins árið 2010 af hálfu nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt þessu þá hefur nefndin tilkynnt að minnsta kosti einn einstakling til lögreglu vegna málsins og má reikna með að viðkomandi verði kallaður í skýrslutöku. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09 Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Nefndin segist hafa rætt við einstaklinga sem tengdust A-landsliði karla á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Var það í kringum landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður FH, eru sakaðir um að hafa brotið á ungri konu umrætt kvöld. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að það var kært í sumar. Báðir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og neita sök. Samkvæmt þeim upplýsingum sem úttektarnefndin fékk í viðtölum munu einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla á þessum tíma í kjölfarið hafa fengið vitneskju um „að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast“, eins og einn viðmælandinn orðaði það, og að það hefði lotið að því að tveir landsliðsmenn hefðu verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér. Nefndin segir alla einstaklingana hafa lagt áherslu á að þeir hefðu ekki verið í aðstöðu til að fullyrða neitt um hvað hefði gerst í raun. Að því er varði þá einstaklinga sem úttektarnefndin ræddi við um málið og töldu sig geta tjáð sig um atvik málsins af eigin raun hafi nefndin aftur á móti litið til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið opinberlega í fjölmiðlum um að hafin sé sakamálarannsókn á málinu. „Til þess að raska ekki þeirri rannsókn hefur nefndin komið þeirri ábendingu á framfæri við umrædda einstaklinga og lögreglu að þeir kunni að hafa stöðu vitnis í málinu. Með því er þó ekki tekin nein afstaða til atvika málsins árið 2010 af hálfu nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt þessu þá hefur nefndin tilkynnt að minnsta kosti einn einstakling til lögreglu vegna málsins og má reikna með að viðkomandi verði kallaður í skýrslutöku. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09 Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. 8. desember 2021 16:09
Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36