Erlent

Einn grunaðra í máli Khas­hoggis hand­tekinn í París

Atli Ísleifsson skrifar
Jamal Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku stórborginni Istanbúl í október 2018.
Jamal Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku stórborginni Istanbúl í október 2018. EPA

Lögregla í Frakklandi hefur handtekið sádiarabískan mann sem grunaður er um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.

BBC segir frá því að Khaled Aedh Alotaibi hafi verið handtekinn á Charles de Gaulle flugvellinum í París í gær. Hann er talinn vera einn af þeim 26 Sádum sem eftirlýstir eru af tyrknesku lögreglunni vegna morðsins.

Talsmaður sádíarabískra yfirvalda lýsti því svo yfir í gær að franska lögreglan hafi þarna farið mannavillt og að þeir sem hafi átt þátt í morðinu hafi þegar verið dæmdir í Sádí-Arabíu.

Khashoggi, sem gagnrýndi reglulega í skrifum sínum stjórnvöld í Sádi-Arabíu, var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku stórborginni Istanbúl í október 2018.

Alotaibi, sem er 33 ára fyrrverandi starfsmaður lífvarðarsveitar sádíarabíski konungsfjölskyldunnar, ferðaðist undir eigin nafni og var færður í gæsluvarðhald.

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segja Khashoggi hafa látið lífið í aðgerð útsendara sem hafði upphaflega verið falið að sannfæra blaðamanninn um að snúa aftur til heimalandsins. Tyrknesk yfirvöld segja útsendarana hafa hins vegar banað Khasoggi þar sem farið hafði verið að fyrirmælum úr æðsta lagi stjórnar Sádi-Arabíu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.