Talinn hafa myrt fjölskyldu sína eftir að hann falsaði bólusetningarvottorð Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2021 19:02 Strax í upphafi var talið að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. Getty/Patrick Pleul Lík þriggja barna og tveggja fullorðinna fundust á heimili í þýska sambandslandinu Brandenborg á laugardag. Grunar lögreglu að fjölskyldufaðirinn hafi orðið eiginkonu sinni og þremur börnum að bana áður en hann tók eigið líf. Að sögn lögreglu mátti bæði finna skot- og stungusár á líkunum sem fundust í bænum Königs Wusterhausen, skammt frá Berlín. Börnin voru fjögurra, átta og tíu ára gömul en foreldrarnir báðir fertugir. Greint var frá því í dag að yfirvöld í Þýskalandi telji að maðurinn hafi framið ódæðisverkið þegar hann óttaðist að félagsmálayfirvöld hygðust taka börnin úr umsjá foreldranna. Hann hafði þá verið staðinn að því að falsa Covid-bólusetningarvottorð fyrir eiginkonu sína. Að sögn þýsku lögreglunnar fannst bréf við leit á heimili fjölskyldunnar sem talið er að hafi verið ritað af fjölskylduföðurnum. Þar segir að vinnuveitandi konunnar hafi áttað sig á því að um falsað vottorð væri að ræða og hótað málaferlum. Samkvæmt bréfinu óttuðust hjónin að þau ættu á hættu að verða handtekin og börnin tekin af þeim. Skotvopn fannst í íbúð fjölskyldunnar en að sögn lögreglu voru hvorki maðurinn né konan með skotvopnaleyfi. Vitni sá líkin inn í íbúðinni á laugardag og gerði lögreglu viðvart. Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Að sögn lögreglu mátti bæði finna skot- og stungusár á líkunum sem fundust í bænum Königs Wusterhausen, skammt frá Berlín. Börnin voru fjögurra, átta og tíu ára gömul en foreldrarnir báðir fertugir. Greint var frá því í dag að yfirvöld í Þýskalandi telji að maðurinn hafi framið ódæðisverkið þegar hann óttaðist að félagsmálayfirvöld hygðust taka börnin úr umsjá foreldranna. Hann hafði þá verið staðinn að því að falsa Covid-bólusetningarvottorð fyrir eiginkonu sína. Að sögn þýsku lögreglunnar fannst bréf við leit á heimili fjölskyldunnar sem talið er að hafi verið ritað af fjölskylduföðurnum. Þar segir að vinnuveitandi konunnar hafi áttað sig á því að um falsað vottorð væri að ræða og hótað málaferlum. Samkvæmt bréfinu óttuðust hjónin að þau ættu á hættu að verða handtekin og börnin tekin af þeim. Skotvopn fannst í íbúð fjölskyldunnar en að sögn lögreglu voru hvorki maðurinn né konan með skotvopnaleyfi. Vitni sá líkin inn í íbúðinni á laugardag og gerði lögreglu viðvart.
Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira