Segir stjórn Liverpool þurfa að leysa málið | Er ánægður með að vera orðaður við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 17:31 Salah vill að samningsmál sín verði leyst sem fyrst. EPA-EFE/Peter Powell Samningur Mohamed Salah við Liverpool rennur út sumarið 2023. Þessi magnaði leikmaður hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning og segist vera ánægður að hann sé orðaður við Barcelona. Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira