Enski boltinn

Chelsea bikar­meistari eftir öruggan sigur á Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Titill á loft.
Titill á loft. Twitter/@VitalityWFACup

Chelsea varð í dag enskur bikarmeistari eftir 3-0 sigur á Arsenal. Er liðið þar með handhafi allra titla á Englandi. 

Um var að ræða úrslit FA-bikarkeppninnar frá því á síðustu leiktíð en keppninni var frestað vegna kórónufaraldursins.

Chelsea hefur verið óstöðvandi afl á Englandi frá því á síðustu leiktíð og kórónaði það í dag með öruggum 3-0 sigri á erkifjendum sínum í Arsenal. Francesca Kirby kom Chelsea á bragðið strax á 3. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Samantha Kerr bætti við öðru marki Chelsea á 57. mínútu og hún gerði svo út um leikinn 20 mínútum síðar með öðru marki sínu og staðan orðin 3-0. 

Reyndust það lokatölur og Chelsea því enskur bikarmeistari og þar með ríkjandi deildar-, bikar- og deildarbikarmeistari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.