Samkvæmt yfirvöldum hefur verið borið kennsl á tvo þeirra látnu en tæplega 100 manns hafa slasast í umbrotunum og um 1300 manns neyðst til að flýja heimili sín.
Fjallið Semeru er eitt af 45 virkum eldfjöllum á eyjunni og það hæsta. Gosið hófst um hádegisbil í gær og neyddi fjölskyldur til að flýja frá heimilum sínum eftir að risastórt öskuský dreifði ösku um allt. Nauðsynlegur búnaður hefur verið sendur í neyðarskýli þar sem fjölmargir hafast við.
Leit er hafin í nærliggjandi þorpum þar sem askan nær uppfyrir þök húsa og bílar hafa farið á kaf. Yfirvöld segja að 11 þorp á Java séu hulin ösku og að íbúar hafi slasast vegna brennandi aurs sem rennur um göturnar en árfarvegir og vegir hafa breyst í drullusvað. Í frétt BBC kemur fram að 10 manns hafi borist með aurstraumnum.
Askan og rjúkandi brak hefur gert leit erfiða og rigningarspá næstu daga gæti gert björgunarfólki enn erfiðara fyrir.
#Indonesia Potente y gran erupción ha generado el volcán #Semeru cerca de las 3 pm en la isla de #Java.
— EarthQuakesTime (@EarthQuakesTime) December 4, 2021
Caótica evacuación ante la densa nube de ceniza piroclástica que se desplazó por sus faldas.
Vídeo: @Yoeni2909 pic.twitter.com/z2PnZ2Wwsu