Innlent

Svo ölvaður að hann mundi ekki eigið nafn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögregluvesti
Lögregluvesti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Nokkuð var um að vera hjá lögreglu í nótt. Lögregla setti meðal annars upp umferðarpóst í nótt þar sem áfengisástand ökumanna var kannað og reyndust tveir undir áhrifum. 

Voru þeir því handteknir og færðir til frekari sýnatöku. Annar ökumaður var stöðvaður í gærkvöld sem grunaður var um að vera ölvaður. Hann reyndist einnig án ökuréttinda. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Tvö innbrot í verslun voru tilkynnt í miðborginni í gærkvöld. Þriðja innbrotið var tilkynnt á níunda tímanum í gærkvöldi og stóð þá innbrotið enn yfir. Lögregla fór á vettvang og var einn handtekinn sem reyndist svo vera ofurölvi. Hann gat ekki gefið deili á sér og var því vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þriggja bíla slys varð á níunda tímanum í gær þegar bíl var ekið aftan á lögreglubíl sem hafði verið við það að stoppa þriðja bílinn. Lögreglubíllinn kastaðist þannig fram við höggið á bifreiðina sem verið var að stoppa. Minniháttar slys urðu á fólki. 

Þá var ungur ökumaður, 17 ára gamall, gripinn við að keyra á 119 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Þar sem hann var svo ungur var haft samband við foreldra og málið unnið í samráði við þá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.