Bretar herða reglurnar vegna omíkron Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 22:14 Bretar hafa hert ferðatakmarkanir vegna omíkron-afbrigðisins. Hollie Adams/Getty Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, að reglurnar komi til með að taka gildi klukkan fjögur, aðfaranótt næsta þriðjudags. Frá og með þeim tíma munu allir ferðamenn eldri en tólf ára þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför. Prófið má ekki vera eldra en 48 tíma gamalt við brottför. Samkvæmt núgildandi reglum í Bretlandi er óþarfi að framvísa neikvæðu prófi við komuna til landsins. Aðeins þarf að framvísa neikvæðu prófi innan við tveimur dögum eftir að hafa komið til Bretlands. Kaupa tíma með hertum aðgerðum Nígeríu hefur þá verið bætt á svokallaðan rauðan-lista Breta. Ferðamenn frá þeim löndum þurfa að sæta tíu daga dvöl á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Bretlands hafa 21 omíkron-smit greinst í Bretlandi í tengslum við ferðalög frá Nígeríu. Javid segir að frá því að omíkron-afbrigðið var fyrst uppgötvað hafi það verið stefna ríkisstjórnarinnar að „kaupa sér tíma“ til þess að meta ástandið og koma á varúðarráðstöfunum. „Við höfum alltaf sagt að við myndum grípa hratt til aðgerða, krefjist ný gögn þess.“ Þá kallaði ráðherrann eftir því að allir Bretar sem ættu kost á því að fara í örvunarbólusetningu gerðu það, þar sem bólusetningar væru „fyrsta vígið“ í baráttunni við faraldurinn. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, að reglurnar komi til með að taka gildi klukkan fjögur, aðfaranótt næsta þriðjudags. Frá og með þeim tíma munu allir ferðamenn eldri en tólf ára þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför. Prófið má ekki vera eldra en 48 tíma gamalt við brottför. Samkvæmt núgildandi reglum í Bretlandi er óþarfi að framvísa neikvæðu prófi við komuna til landsins. Aðeins þarf að framvísa neikvæðu prófi innan við tveimur dögum eftir að hafa komið til Bretlands. Kaupa tíma með hertum aðgerðum Nígeríu hefur þá verið bætt á svokallaðan rauðan-lista Breta. Ferðamenn frá þeim löndum þurfa að sæta tíu daga dvöl á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Bretlands hafa 21 omíkron-smit greinst í Bretlandi í tengslum við ferðalög frá Nígeríu. Javid segir að frá því að omíkron-afbrigðið var fyrst uppgötvað hafi það verið stefna ríkisstjórnarinnar að „kaupa sér tíma“ til þess að meta ástandið og koma á varúðarráðstöfunum. „Við höfum alltaf sagt að við myndum grípa hratt til aðgerða, krefjist ný gögn þess.“ Þá kallaði ráðherrann eftir því að allir Bretar sem ættu kost á því að fara í örvunarbólusetningu gerðu það, þar sem bólusetningar væru „fyrsta vígið“ í baráttunni við faraldurinn.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira