Fótbolti

ÍBV sækir liðs­styrk til Banda­ríkjanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍBV hefur fengið liðsstyrk að utan.
ÍBV hefur fengið liðsstyrk að utan. Vísir/Bára Dröfn

Knattspyrnudeild ÍBV hefur sótt liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna.

ÍBV tilkynnti í dag að hin bandaríska Sydney Carr myndi leika með liðinu á næstu leiktíð. Sydney spilar sem stendur í bandaríska háskólaboltanum en útskrifast í vor og hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu næsta sumar.

Á síðasta tímabili skoraði hún 16 mörk í 16 leikjum fyrir Seattle-háskólann ásamt því að gefa sex stoðsendingar.. Þá hefur hún verið valin í bæði U-17 og U-19 ára landslið Bandaríkjanna.

ÍBV endaði í 7. sæti Pepsi Max deildar kvenna á síðustu leiktíð.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.