Vísindamenn neita því að bólusetningar ýti undir hjartavandamál íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 11:01 Samherjar Christan Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann eftir að Eriksen fór í hjartastopp gegn Finnlandi á EM í sumar. Eriksen var ekki bólusettur. Stuart Franklin/AP Undanfarið hefur borið á að leikmenn og stuðningsfólk í hinum ýmsu íþróttum hafi hnigið til jarðar á meðan leik eða æfingu stendur. Ástæðan er nær alltaf tengd hjartavandamálum viðkomandi á einn eða annan hátt. Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira