Sigur í fyrsta leik Ralfs Rangnick með Manchester-liðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fred skoraði eina mark Man Utd í dag.
Fred skoraði eina mark Man Utd í dag. Alex Livesey/Getty Images

Manchester United lagði Crystal Palace 1-0 í fyrsta leik Þjóðverjans Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins. 

Man United hefur átt erfitt uppdráttar gegn Palace undanfarið og var leikurinn enginn dans á rósum. 

Heimamenn pressuðu mun stífar en oft áður en gekk illa að brjóta gestina aftur. Skipti litlu þó liðið væri með boltann vel rúmlega 60 prósent af leiknum. 

Staðan var markalaus í hálfleik og það þurfti einkar óvæntan mann til að brjóta ísinn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu og þar við sat. 

Lokatölur 1-0 og Rangnick byrjar veru sína í ensku deildinni á sigri. 

Man Utd er eftir sigurinn í 6. sæti með 24 stig en Palace í 13. sæti með 16 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.