Erlent

Fyrr­verandi her­maður næsti kanslari Austur­ríkis

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Nehammer er nýr formaður austurríska Þjóðarflokksins.
Karl Nehammer er nýr formaður austurríska Þjóðarflokksins. AP

Austurríski stjórnarflokkurinn Þjóðarflokkurinn, ÖVP, valdi í morgun innanríkisráðherrann Karl Nehammer sem nýjan formann. Sem slíkur mun hann taka við embætti kanslara landsins.

Austurrískir fjölmiðlar segja að hinn 49 ára Nehammer taki við kanslaraembættinu af Alexander Schallenberg sem tilkynnti um afsögn sína síðdegis í gær.

Schallenberg tók tímabundið við embætti kanslara eftir að Sebastian Kurz, formaður Þjóðarflokksins, sagði af sér vegna spillingarmála, en Kurz tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að segja skilið við stjórnmálin.

Nehammer var lengi starfandi innan hersins og er líkt og Kurz þekktur fyrir andstöðu sína við straum innflytjenda til landsins og róttækt íslam.

Schallenberg mun snúa aftur í embætti utanríkisráðherra eftir að Nehammer tekur við embætti kanslara, embætti sem hann gegndi þar til að Kurz sagði af sér í október.

Nehammer hefur gegnt embætti innanríkisráðherra frá janúar 2020.


Tengdar fréttir

Segir skilið við stjórn­málin

Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu.

Kanslari Austur­ríkis stígur til hliðar

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×