Innlent

Lyf­lækninga­deild lokað: Omíkron ein­angrað við Akra­nes

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Allir sem greinst hafa með omíkron-afbrigðið tengjast þeim sem greindist inni á Sjúkrahúsinu á Akranesi.
Allir sem greinst hafa með omíkron-afbrigðið tengjast þeim sem greindist inni á Sjúkrahúsinu á Akranesi. vísir/vilhelm

Lyf­lækninga­deild Sjúkra­hússins á Akra­nesi hefur verið lokað tíma­bundið og eru sjúk­lingar hennar og starfs­fólk í sótt­kví. Beðið er eftir niður­stöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-af­brigði kórónu­veirunnar á landinu var sjúk­lingur á deildinni.

Sjúklingurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi eftir að hann greindist með afbrigðið. Fleiri hafa ekki greinst inni á deildinni enn sem komið er.

„En við bíðum bara efir niðurstöðum úr skimuninni sem ættu að koma einhvern tíma seinni partinn í dag,“ segir Jó­hanna Fjóla Jó­hann­es­dótt­ir, for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­ur­lands, í samtali við fréttastofu. 

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að deildinni hefði verið lokað. 

Í samtali við fréttastofu í gær sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem sér um að raðgreina veiruna, að útlit væri fyrir að sjö hefðu greinst með nýja afbrigðið á Íslandi. 

Þeir eru allir tengdir þeim sem greindist inni á lyflækningadeildinni og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er afbrigðið einangrað við Akranes eins og er. 

Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að raðgreina veiruna nú daglega til að fylgjast betur með nýja afbrigðinu og því gæti komið í ljós síðar í dag að fleiri séu með á landinu heldur en þeir sjö sem tengjast Akranesi.


Tengdar fréttir

Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa

Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis.

Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur

Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×