Innlent

Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Smitrakning stendur yfir.
Smitrakning stendur yfir. Vísir/Vilhelm

Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd á heimasíðu Landspítalans.

Karlmaðurinn var lagður inn á Landspítala frá heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins vegna þess að hann hafði greinst með Covid-19. Síðdegis í gær hafi svo komið í ljós að um ómíkrón-afbrigði sé að ræða.

„Uppruni smitsins er ekki ljós en rakningarteymi Almannavarna hefur rakið smitið og eru fleiri sýni í vinnslu,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd.

Þá er Geðendurhæfingardeildin á Kleppi laus úr sóttkví.

„Ekki greindust fleiri smit þar (einn sjúklingur og einn starfsmaður) og á starfsfólk deildarinnar heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu í sóttvörnum.“

Í dag liggja 22 sjúklingar á Landspítala með COVID. 17 eru með virkt smit og í einangrun en 5 eru útskrifaðir á aðrar deildir. Fjórir einstaklingar eru á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél.

1.616 eru í símaeftirliti á Birkiborg, þar af 525 börn. Á gulu eru 135 einstaklingar – enginn á rauðu. Í gær komu 11 einstaklingar til mats og meðferðar á göngudeildinni og þrír lögðust inn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×