Erlent

Eitt prósent Þjóðverja með Covid-19 og grunur um sautján Omíkron-smit í jólaboði í Osló

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
64 gesta í hinu 100 til 120 manna jólaboði hafa greinst með Covid-19.
64 gesta í hinu 100 til 120 manna jólaboði hafa greinst með Covid-19. epa/Heiko Junge

Talið er að sautján einstaklingar sem greindust með Covid-19 í kjölfar jólaboðs í Osló séu með Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 64 boðsgesta hafa greinst með Covid og yfirvöld telja líklegt að fleiri muni reynast með Omíkron-afbrigðið.

Gestir í umræddu jólaboði, sem fór fram fyrir viku, voru á bilinu 100 til 120 talsins og allir fullbólusettir. Þá höfðu allir gengist undir hraðpróf. 

Einn gestanna hafði hins vegar nýlega ferðast til Suður-Afríku.

„Allt var gert lögum samkvæmt og engar reglur voru brotnar,“ hefur AFP eftir fulltrúa heilbrigðisyfirvalda.

Í Þýskalandi er meira en eitt prósent þjóðarinnar nú með kórónuveiruna, að sögn heilbrigðisráðherra landsins. 74.352 greindust með veiruna á síðasta sólahring og 390 létust.

Ráðherrann, Jens Spahn, segir hlutfall óbólusettra sem eru alvarlega veikir af völdum Covid-19 hlutfallslega mun hærra en hlutfall bólusettra sem eru alvarlega veikir. 

„Ef allir fullorðnir Þjóðverjar væru bólusettir værum við ekki í þessari erfiðu stöðu,“ sagði hann við blaðamenn í Berlín í dag.

Spahn lætur af störfum þegar ný ríkisstjórn tekur við í næstu viku en hún hyggst leggja fram frumvarp um bólusetningarskyldu. Spahn er yfirlýstur andstæðingur skyldubólsetninga og hefur gefið út að hann muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu.


Tengdar fréttir

Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru

Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.