Fyrsti blaðamannafundur Rangnick: Snýst allt um að hafa stjórn og tekur einn leik fyrir í einu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 10:31 Ralf Rangnick á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari Manchester United. Twitter/@ManUtd Ralf Rangnick mætti á sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari Manchester United nú í morgunsárið. Hann fór yfir víðan völl eins og ber að skilja. Telur Þjóðverjinn að það sé mikilvægt að félagið finni stöðugleika í því sem það gerir, þá segist hann ekki geta breytt hlutunum á 1-2 dögum. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn eftir afhroð gegn Watford tók Michael Carrick tímabundið við liðinu meðan leit að nýjum þjálfara fór fram. Undir stjórn Carrick lagði liðið Villareal í Meistaradeild Evrópu, sótti stig gegn Evrópumeisturum Chelsea og lagði svo Arsenal í gærkvöld. Nokkrir dagar eru síðan tilkynnt var að hinn 63 ára gamli Þjóðverji yrði nýr þjálfari Man United, út tímabilið hið minnsta. Eftir það færir hann sig í ráðgjafahlutverk og mun hjálpa til við að móta stefnu félagsins. Live scenes at Old Trafford: #MUFC pic.twitter.com/uODa9Zs5ea— Manchester United (@ManUtd) December 3, 2021 Carrick stóð til boða að vera áfram hluti af þjálfarateymi félagsins en ákvað að kalla þetta gott og taka sér verðskuldað frí með fjölskyldu sinni. Hér að neðan má sjá það helsta sem fór fram á blaðamannafundi Manchester United er Rangnick var kynntur til sögunnar. Tilboð sem ekki er hægt að hafna „Þegar félag á borð við Manchester United hefur samband og vill fá þig í hlutverk sem þetta þá er ekki hægt að segja nei.“ „Ég er vel að mér í ensku úrvalsdeildinni og sá til að mynda leiki liðsins gegn Watford og Chelsea í sjónvarpinu áður en ég vissi að það yrði haft samband. Einnig sá ég leikina gegn Manchester City og Liverpool.“ „Það er deginum ljósara að leikmannahópurinn hefur mikla hæfileika sem og reynslu. Mín helsta áskorun er að koma meira jafnvægi á hópinn. Í gær þurfti til að mynda þrjú mörk til að vinna leikinn, að fá á sig tvö mörk að meðaltali í leik er einfaldlega of mikið.“ „Leikur gærdagsins var skemmtilegur fyrir áhorfendur en sem þjálfari er þetta ekki sú týpa af leik sem þú vilt sjá í hverri viku. Fyrir mér þarf meiri stjórn á leiknum sjálfum og minnka þar með áhrif tilviljana.“ Snýst allt um að vinna næstu leiki „Fólkið sem ég hef talað við hefur verið mjög skýrt að við séum aðeins að tala um þjálfarastarf næstu sex mánuði. Við höfum aldrei rætt hvað gerist eftir það. Ef þau vilja þá ræða við mig um að stýra liðinu áfram þá sjáum við til hvað gerist.“ „Ef allt fer vel gæti ég gert það sama og hjá RB Leipzig. Að þjálfa lengur þar að segja, en þetta eru allt tilgátur að svo stöddu. Það eina sem skiptir mig máli núna er að vinna næstu leiki.“ Snýst um að stjórna leikjum „Til að liðið geti stýrt leikjum í framtíðinni þarf það að hugsa fram í tímann er það stígur á völlinn, liðið þarf að vera framsækið en að sama skapi fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir hin ýmsu vandamál. Þetta snýst allt um að hjálpa liðinu að spila saman, þetta snýst um samheldni og liðsanda.“ „Leikurinn í gær var gjörólíkur milli hálfleikja og það mun hjálpa okkur að hafa þetta magnaða stuðningsfólk að styðja við bakið á okkur. Þetta verður ekki auðvelt, ég get ekki breytt hlutunum á 1-2 æfingum. Þetta snýst um stjórn, það er aðaltakmarkið.“ Um Carrick og þjálfarateymið „Ég fékk að vita af þessu fyrir tveimur dögum. Ég ræddi við hann í meira en klukkutíma og reyndi að sannfæra hann um að vera áfram en á endanum varð ég að sætta mig við hans ákvörðun.“ „Ég er meira en til í að vinna með núverandi þjálfarateymi vegna þekkingu þeirra á leikmannahópnum. Ég mun svo ef til vill reyna að bæta við fólki en margir af mínum fyrrum samstarfsmönnum eru með samninga við stór félög svo þeir eru ekki á lausu að svo stöddu.“ Einn leikur í einu „Við getum aðeins tekið einn leik fyrir í einu, skref fyrir skref. Þegar ég hef samið við félög á miðju tímabili þá snýst þetta aðallega um að gefa liðinu sem bestan möguleika á að vinna næsta leik. Leikmennirnir verða að fylgja fyrirmælum og hafa trú á hugmyndafræðinni varðandi hvernig við viljum spila. Það mun taka tíma, ekki hægt að ná því fram á 1-2 dögum.“ Ronaldo er einstakur Einhver umræða hefur myndast varðandi það hvort Cristiano Ronaldo passi inn í hugmyndafræði Rangnick og hvernig fótbolta hann vill spila. Hann blés á þær sögusagnir. „Það þarf alltaf að aðlaga þig að þeim leikmönnum sem eru til staðar. Ég hef aldrei séð 36 ára gamlan leikmann í jafn góðu ásigkomulagi og Ronaldo. Þetta snýst þó ekki aðeins um hann, þetta snýst um að þróa leikmannahópinn í heild.“ Um Sir Alex Ferguson og leikmannakaup „Það er einsdæmi að hafa haft Sir Alex Ferguson við stjórnvölin í 27 ár, vinnandi allt sem hægt er að vinna. Þetta er einstakt afrek og sker sig úr. Eftir svona sigursælan tíma er því ekki óvanalegt að félagið þurfi að finna nýjar leiðir, það þarf að finna nýjan farveg til að fara í.“ Sir Alex Ferguson réð öllu hjá Manchester United í hartnær þrjá áratugi. Félagið virðist enn vera að jafna sig á brotthvarfi hans.EPA-EFE/PETER POWELL „Það hafa verið breytingar á þjálfarateyminu, það hafa verið 5-6 þjálfarar síðan Sir Alex hætti. Því hefur verið erfitt fyrir félagið að halda sömu línu varðandi kaup á leikmönnum sem og að viðhalda DNA félagsins.“ „Fyrir mér ekki óvanalegt að svo margar breytingar hafa orðið (eftir að Sir Alex hætti) en upp á framtíðina að gera – og ég held að ég að stjórnarmeðlimir félagsins séu sömu skoðunar – er mikilvægt að hér verði breyting á, að það verði ekki svona örar skiptingar á þjálfurum og breytingar á stefnu félagsins.“ „Við höfum ekki rætt nýja leikmenn. Það er vitleysa að ég fái tíu milljónir evra ef félagið kaupir ákveðna leikmenn, það er engin klásúla í samningi mínum um það. Ég mun vinna með leikmannahópnum eins og hann er í dag, það er nóg af leikmönnum hér. Mögulega eftir jól verður hægt að ræða nýja leikmenn. Fyrir mér er þó ekki ákjósanlegt að fá leikmenn inn í janúar,“ sagði Rangnick að endingu á hálftíma löngum blaðamannafundi sínum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn eftir afhroð gegn Watford tók Michael Carrick tímabundið við liðinu meðan leit að nýjum þjálfara fór fram. Undir stjórn Carrick lagði liðið Villareal í Meistaradeild Evrópu, sótti stig gegn Evrópumeisturum Chelsea og lagði svo Arsenal í gærkvöld. Nokkrir dagar eru síðan tilkynnt var að hinn 63 ára gamli Þjóðverji yrði nýr þjálfari Man United, út tímabilið hið minnsta. Eftir það færir hann sig í ráðgjafahlutverk og mun hjálpa til við að móta stefnu félagsins. Live scenes at Old Trafford: #MUFC pic.twitter.com/uODa9Zs5ea— Manchester United (@ManUtd) December 3, 2021 Carrick stóð til boða að vera áfram hluti af þjálfarateymi félagsins en ákvað að kalla þetta gott og taka sér verðskuldað frí með fjölskyldu sinni. Hér að neðan má sjá það helsta sem fór fram á blaðamannafundi Manchester United er Rangnick var kynntur til sögunnar. Tilboð sem ekki er hægt að hafna „Þegar félag á borð við Manchester United hefur samband og vill fá þig í hlutverk sem þetta þá er ekki hægt að segja nei.“ „Ég er vel að mér í ensku úrvalsdeildinni og sá til að mynda leiki liðsins gegn Watford og Chelsea í sjónvarpinu áður en ég vissi að það yrði haft samband. Einnig sá ég leikina gegn Manchester City og Liverpool.“ „Það er deginum ljósara að leikmannahópurinn hefur mikla hæfileika sem og reynslu. Mín helsta áskorun er að koma meira jafnvægi á hópinn. Í gær þurfti til að mynda þrjú mörk til að vinna leikinn, að fá á sig tvö mörk að meðaltali í leik er einfaldlega of mikið.“ „Leikur gærdagsins var skemmtilegur fyrir áhorfendur en sem þjálfari er þetta ekki sú týpa af leik sem þú vilt sjá í hverri viku. Fyrir mér þarf meiri stjórn á leiknum sjálfum og minnka þar með áhrif tilviljana.“ Snýst allt um að vinna næstu leiki „Fólkið sem ég hef talað við hefur verið mjög skýrt að við séum aðeins að tala um þjálfarastarf næstu sex mánuði. Við höfum aldrei rætt hvað gerist eftir það. Ef þau vilja þá ræða við mig um að stýra liðinu áfram þá sjáum við til hvað gerist.“ „Ef allt fer vel gæti ég gert það sama og hjá RB Leipzig. Að þjálfa lengur þar að segja, en þetta eru allt tilgátur að svo stöddu. Það eina sem skiptir mig máli núna er að vinna næstu leiki.“ Snýst um að stjórna leikjum „Til að liðið geti stýrt leikjum í framtíðinni þarf það að hugsa fram í tímann er það stígur á völlinn, liðið þarf að vera framsækið en að sama skapi fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir hin ýmsu vandamál. Þetta snýst allt um að hjálpa liðinu að spila saman, þetta snýst um samheldni og liðsanda.“ „Leikurinn í gær var gjörólíkur milli hálfleikja og það mun hjálpa okkur að hafa þetta magnaða stuðningsfólk að styðja við bakið á okkur. Þetta verður ekki auðvelt, ég get ekki breytt hlutunum á 1-2 æfingum. Þetta snýst um stjórn, það er aðaltakmarkið.“ Um Carrick og þjálfarateymið „Ég fékk að vita af þessu fyrir tveimur dögum. Ég ræddi við hann í meira en klukkutíma og reyndi að sannfæra hann um að vera áfram en á endanum varð ég að sætta mig við hans ákvörðun.“ „Ég er meira en til í að vinna með núverandi þjálfarateymi vegna þekkingu þeirra á leikmannahópnum. Ég mun svo ef til vill reyna að bæta við fólki en margir af mínum fyrrum samstarfsmönnum eru með samninga við stór félög svo þeir eru ekki á lausu að svo stöddu.“ Einn leikur í einu „Við getum aðeins tekið einn leik fyrir í einu, skref fyrir skref. Þegar ég hef samið við félög á miðju tímabili þá snýst þetta aðallega um að gefa liðinu sem bestan möguleika á að vinna næsta leik. Leikmennirnir verða að fylgja fyrirmælum og hafa trú á hugmyndafræðinni varðandi hvernig við viljum spila. Það mun taka tíma, ekki hægt að ná því fram á 1-2 dögum.“ Ronaldo er einstakur Einhver umræða hefur myndast varðandi það hvort Cristiano Ronaldo passi inn í hugmyndafræði Rangnick og hvernig fótbolta hann vill spila. Hann blés á þær sögusagnir. „Það þarf alltaf að aðlaga þig að þeim leikmönnum sem eru til staðar. Ég hef aldrei séð 36 ára gamlan leikmann í jafn góðu ásigkomulagi og Ronaldo. Þetta snýst þó ekki aðeins um hann, þetta snýst um að þróa leikmannahópinn í heild.“ Um Sir Alex Ferguson og leikmannakaup „Það er einsdæmi að hafa haft Sir Alex Ferguson við stjórnvölin í 27 ár, vinnandi allt sem hægt er að vinna. Þetta er einstakt afrek og sker sig úr. Eftir svona sigursælan tíma er því ekki óvanalegt að félagið þurfi að finna nýjar leiðir, það þarf að finna nýjan farveg til að fara í.“ Sir Alex Ferguson réð öllu hjá Manchester United í hartnær þrjá áratugi. Félagið virðist enn vera að jafna sig á brotthvarfi hans.EPA-EFE/PETER POWELL „Það hafa verið breytingar á þjálfarateyminu, það hafa verið 5-6 þjálfarar síðan Sir Alex hætti. Því hefur verið erfitt fyrir félagið að halda sömu línu varðandi kaup á leikmönnum sem og að viðhalda DNA félagsins.“ „Fyrir mér ekki óvanalegt að svo margar breytingar hafa orðið (eftir að Sir Alex hætti) en upp á framtíðina að gera – og ég held að ég að stjórnarmeðlimir félagsins séu sömu skoðunar – er mikilvægt að hér verði breyting á, að það verði ekki svona örar skiptingar á þjálfurum og breytingar á stefnu félagsins.“ „Við höfum ekki rætt nýja leikmenn. Það er vitleysa að ég fái tíu milljónir evra ef félagið kaupir ákveðna leikmenn, það er engin klásúla í samningi mínum um það. Ég mun vinna með leikmannahópnum eins og hann er í dag, það er nóg af leikmönnum hér. Mögulega eftir jól verður hægt að ræða nýja leikmenn. Fyrir mér er þó ekki ákjósanlegt að fá leikmenn inn í janúar,“ sagði Rangnick að endingu á hálftíma löngum blaðamannafundi sínum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn