Erlent

Um­fangs­mikið raf­magns­leysi plagar Græn­lendinga

Atli Ísleifsson skrifar
Nuuk í Grænlandi.
Nuuk í Grænlandi. Getty

Íbúar í grænlensku höfuðborginni Nuuk hafa síðan á mánudag þurft að glíma við umfangsmikið og ítrekað rafmagnsleysi og er nú loks búið að komast að ástæðu truflananna.

Kasper Mondrup, forstjóri orkufyrirtækis á staðnum, segir ástæðuna vera að bönd, sem haldi rafstrengjum saman, séu byrjuð að trosna. Það hafi svo leitt til þess að strengir rekist saman sem skili sér í þessum truflunum í afhendingu rafmagns.

Mondrup segir að viðgerðir séu hafnar, en að um umfangsmikla aðgerð sé að ræða sem kunni að taka marga daga og jafnvel vikur með tilheyrandi áframhaldandi rafmagnstruflunum fyrir íbúa í Nuuk. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.