Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 20:01 Kári Benediktsson, Jakob Már Österby Ævarsson, Björn Diljan Hálfdánarson, Þorkell Breki Gunnarsson eru ekkert ósáttir við að hafa Hagaskóla útaf fyrir sig. Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. „Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún. Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
„Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún.
Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent