Aukin neysla mikið áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 12:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.” Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.”
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira