Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2021 20:00 Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá. Fíkn Lyf Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Sjá meira
Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá.
Fíkn Lyf Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Sjá meira