Enski boltinn

Liverpool stjarnan minntist tólf ára stelpu sem var stungin til bana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold með Alisson Becker eftir sigur Liverpool á Goodison Park í gær.
Trent Alexander-Arnold með Alisson Becker eftir sigur Liverpool á Goodison Park í gær. Getty/John Powell/

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, heiðraði minningu ungrar Liverpools stelpu eftir 4-1 sigurleik liðsins á Everton í slagnum um Bítlaborgina í gær.

Alexander-Arnold fór úr keppnistreyju sinni eftir leikinn og undir henni stóð: „RIP Ava White“ með stórum hvítum stöfum eða „Hvíldu í friði Ava White“ á íslensku.

Allt Merseyside svæðið skilur ekkert í því af hverju hin tólf ára gamla Ava White var stungin til bana á hátíð þar sem kveikt voru jólaljósin í borginni.

Áhorfendur á Goodison Park í gær minntust líka stúlkunnar með því að klappa fyrir henni á tólftu mínútu leiksins.

Ava var stungin til bana í miðbæ Liverpool í síðustu viku. Fjórtán ára strákur hefur verið ákærður en þrír aðrir strákar á aldrinum þrettán til fimmtán ára sæta líka rannsókn vegna málsins.

Sjúkraliðar voru kallaðir á staðinn á fimmtudagskvöldið þegar þessi fjölskylduhátíð stóð yfir og kveikja átti formlega á jólaljósunum. Þeir fundu Övu liggjandi á jörðinni þar sem fólk var að reyna að bjarga lífi hennar. Hún var flutt á sjúkrahús en það tókst ekki að bjarga lífi hennar.

Hinn 23 ára gamli Trent Alexander-Arnold er borinn og barnfæddur Liverpool strákur sem hefur spilað með Liverpool frá því að hann var sex ára gamall. Alexander-Arnold fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool í október 2016 eða þegar hann var bara átján ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×