Enski boltinn

Jafnt í fyrstu þremur leikjum kvöldsins | Jóhann Berg byrjaði hjá Burnl­ey

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Neil Maupay reyndist hetja Brighton í kvöld.
Neil Maupay reyndist hetja Brighton í kvöld. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Þremur af sex leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Öllum þremur leikjunum lauk með jafntefli.

Þremur af sex leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Öllum þremur leikjunum lauk með jafntefli.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið gerði markalaust jafntefli við Wolverhampton Wanderers. Jóhann Berg var tekinn af velli á 72. mínútu leiksins.

Burnley er sem fyrr í 18. sæti deildarinnar, nú með 10 stig. Wolves er í 6. sæti með 21 stig.

West Ham United og Brighton & Hove Albion gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í Lundúnum. Tékkneski miðjumaðurinn Tomáš Souček kom heimamönnum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik, staðan 1-0 í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu tvöfaldað forystuna en markið var dæmt af myndbandsdómara leiksins þar sem Michael Antonio gerðist brotlegur í aðdraganda marksins.

Það átti eftir að kosta West Ham þar sem Neil Maypay jafnaði metin fyrir Brighton þegar aðeins ein mínúta var til leiksloka. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli.

West Ham grætur eflaust tvö töpuð stig en liðið er þó komið upp í 4. sæti deildarinnar. Brighton er á sama tíma í 7. sæti með 19 stig.

Þá gerðu Southampton og Leicester City 2-2 jafntefli. Jan Bednarek kom heimamönnum yfir á þriðju mínútu en Jonny Evans jafnaði tæpum 20 mínútum síðar. Che Adams kom heimamönnum aftur yfir og staðan því 2-1 í hálfleik.

Í upphafi þess síðari jafnaði James Maddison og þar við sat, lokatölur 2-2 á St. Mary´s-vellinum. Heimamenn sitja nú í 15. sæti með 15 stig á meðan Leicester er í 8. sæti með 19 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.