Ingibjörgu Sólrúnu blandað í ævintýralegt samsæri Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra 2007-2009, en samkvæmt andstæðingum hennar í Írak nýtti hún völd sín eftir embættistíð til að hafa áhrif á gang mála í Úkraínu. Twitter Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er lykilmaður í samsæri Sameinuðu þjóðanna um að stela kosningunum í Írak, ef marka má urmul samsæriskenninga á netinu. Hún hendir gaman að og segist dást að sköpunargleði höfundanna. Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak. Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak.
Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00