Liverpool með brasilískan heimsmeistara í þjálfarateyminu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:31 Frægasta myndin af Taffarel sem fagnar hér eftir að Ítalinn Roberto Baggio klikkaði á víti í vítakeppni úrslitaleik HM 1994 en með því tryggðu Brasilíumenn sér heimsmeistaratitilinn. Getty/Shaun Botterill Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur bætti við brasilískri goðsögn inn í þjálfarateymi sitt. Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson. Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira