Erlent

Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Farþegar að minnsta kosti einnar vélar frá Suður-Afríku máttu dúsa um borð í marga tíma á Schiphol-flugvelli á föstudag, á meðan verið var að ræða aðgerðir vegna Ómíkrón.
Farþegar að minnsta kosti einnar vélar frá Suður-Afríku máttu dúsa um borð í marga tíma á Schiphol-flugvelli á föstudag, á meðan verið var að ræða aðgerðir vegna Ómíkrón. AP

Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði.

Parið flúði af sama hóteli og hýsir nú hóp frá Suður-Afríku sem var um borð í flugvél þar sem 61 reyndist smitaður af Covid-19. 

Ekki hefur verið gefið upp um hvort flóttaparið tilheyri þeim hópi en reiknað er með að fólkið verði nú ákært fyrir brot á sóttvarnarlögum. 

Þrettán af þeim 61 sem greindust við komuna frá Suður-Afríku hefur nú verið greindur með Ómíkron afbrigði veirunnar, hinir út hópnum voru með önnur afbrigði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.