Innlent

Segir mikil og stór verk­efni bíða sín í innanríkisráðu­neytinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Gunnarsson, nýr innanríkisráðherra.
Jón Gunnarsson, nýr innanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm

Jón Gunnarsson segir það leggjast „mjög vel“ í sig að taka að sér innanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Hann er ekki löglærður en sagði að það myndi ekki halda aftur af sér.

„Þegar maður þekkir veikleika sína þá verður maður sterkari. Þannig að ég fæ gott fólk með mér sem hefur getu og þekkingu til að hjálpa mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón.

Hann vildi ekki tjá sig einstaka málaflokka og sagði mörg brýn málefni bíða í ráðuneytinu. Það væri efnismikið þar væru margir málaflokkar sem þyrfti að sinna.

Varðandi málefni innflytjenda sagði Jón að það þyrfti að bæta umgjörðina um þau.

„Þetta er í raun óþolandi staða sem oft hefur myndast. Forveri minn í embætti hefur einmitt verið að vinna að leiðum til að gera kerfið skilvirkara og ég mun halda áfram á þeirri vegferð.“

Mikil og stór verkefni

Eftir átján mánuði, að hámarki, mun Guðrún Hafsteinsdóttir taka við ráðuneytinu af Jóni. Hann segist ekki vera að velta því fyrir sér hvort hann muni fá annað ráðuneyti í kjölfar þess.

„Þetta eru mikil og stór verkefni sem ég er að takast á hendur núna. Þau munu eiga hug minn allan næstu átján mánuði og svo kemur það bara í ljós hvernig skipast í lið þegar gerðar verða breytingar.“

Hann sagðist þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hafi fengið frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins og formanni.

Um stjórnarsáttmálann sagði Jón hann bera keim að þriggja flokka stjórn kæmi að honum.

„Það er margt í þessum stjórnarsáttmála sem maður hefði, ef maður hefði vald og umboð til að skrifa þetta einn, hefði verið með öðrum hætti. En mér líst ágætlega á þessar málamiðlanir sem hafa verið gerðar og ég er bjartsýnn á þetta ríkistjórnarsamstarf.“


Tengdar fréttir

„Við viljum bara nýta alla þekkingu í kerfinu“

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðismálaráðherra, segir nýja starfið leggjast vel í sig. Eftirvæntingin væri mikil og segist hann finna fyrir fiðringi í heilbrigðisráðuneytinu séu mörg verkefni sem þurfi að fara í.

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf.

Byrj­a með „um­fangs­minn­i hug­mynd­ir“ um há­lend­is­þjóð­garð

„Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið.

Þetta ætlar ríkis­stjórnin að gera á kjör­tíma­bilinu

Lofts­lags­mál, heil­brigðis­mál og tækni­breytingar eru einna fyrir­ferða­mestu mála­flokkarnir í stjórnar­sátt­mála nýrrar ríkis­stjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úr­bótum er lofað í heil­brigðis­málum þar sem skipa fag­lega stjórn yfir Land­spítalann að nor­rænni fyrir­mynd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×