Innlent

Stjórn­ar­and­stað­an held­ur for­mennsk­u stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar en ekki öðr­um

Samúel Karl Ólason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Vísir/vilhelm

Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku.

Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfar kynningar nýs stjórnarsáttmála í dag að fundað hefði verið með stjórnarandstöðunni og henni „sagt sem svo að okkur þyki, af reynslunni, rétt að stjórnarflokkarnir taki að nýju við formennsku í nefndum, fyrir utan stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ sagði Bjarni.

Hann sagði þá nefnd hafa sérstakt aðhaldshlutverk með Stjórnarráðinu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt.

Sama væri upp á teningnum hjá öllum stjórnarflokkunum.


Tengdar fréttir

Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag.

Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla

Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Bein útsending: Ný ríkisstjórn kynnt til leiks

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×