Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, mætir á Bessastaði.Vísir/Vilhelm
Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðismálaráðherra, segir nýja starfið leggjast vel í sig. Eftirvæntingin væri mikil og segist hann finna fyrir fiðringi í heilbrigðisráðuneytinu séu mörg verkefni sem þurfi að fara í.
Er hann var á leið á fyrsta ríkisráðsfund ríkisstjórnarinnar sagðist Willum kunna vel við orðalagið í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
„Styrkur hvers samfélags er ekki síst mældur í öflugu heilbrigðiskerfi,“ sagði Willum.
Hann sagði mikilvægt að skapa sátt og samlyndi um það að efla heilbrigðiskerfi Íslendinga svo öllum liði vel með það.
„Ekki síst þessu frábæra starfsfólki sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Ef því líður vel þá líður okkur öllum vel.“
Willum sagði einnig að hans biðu fjölþætt verkefni og áskoranir á hverjum degi í heilbrigðisráðuneytinu.
Varðandi mögulega einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu sagði Willum:
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru alls tólf.
„Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar.
Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.