Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2021 14:23 Katrín með stjórnarsáttmálann í höndunum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar voru kynntar til leiks á Kjarvalsstöðum í dag þar sem Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifuðu undir sáttmálann. Í viðtali að athöfninni lokinni var Katrín spurð að því hver væru stærstu tíðindi sáttmálans? „Það eru auðvitað mörg tíðindi og við reynum að setja þarna niður okkar stærstu áskoranir. Ég ræddi loftlagsvánna hér áðan og þar erum við að setja fram þau tíðindi að Ísland ætlar núna í fyrsta sinn að setja sér sjálfstætt landsmarkmið um samdrátt í losun á eigin ábyrgð um 55 prósent. Það eru heilmikil tíðindi,“ sagði Katrín. Mikið hefur mætt á Svandísi Svavarsdóttir sem gegnt hefur embætti heilbrigðisráðherra en mun nú færa sig um set og taka við sem matvæla, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Aðspurð að því hvort það væri einhver áfellisdómur að Svandís væri færð úr heilbrigðisráðuneytinu sagði Katrín það ekki vera svo. „Það var í raun og veru ég sem talaði mest fyrir því að við ættum að hreyfa ráðuneytin sem mest. Ástæðan fyrir því er einföld. Við höfum verið að vinna saman í fjögur ár. Það er mikilvægt að fólk einmitt takist hendur ný verkefni,“ sagði Katrín sem er ánægð með þau ráðuneyti sem flokkurinn fær. Sjálf verður hún áfram forsætisráðherra en auk Svandísar færir Guðmundur Ingi Guðbrandsson sig úr umhverfisráðuneytinu í stól félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Við erum að fá til okkar gríðarlega mikilvæg ráðuneytinu sem eru félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem er gríðarlega krefjandi verkefni,“ sagði Katrín. Svandísar biði að mati Katrínar krefjandi verkefni. „Síðan er það auðvitað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þar sem er gríðarleg áhersla á innlenda matvælaframleiðslu í þessum stjórnarsáttmála en líka á loftslagsaðgerðir sem tengjast því,“ sagði Katrín. Nokkrar hrókeringar voru gerðar á ráðherraskipan að þessu leyti og telur Katrín að flokkarnir séu ánægðir með sitt. „Eg held að við öll séum frekar sátt við þau verkefni sem ivð erum að fá. Auðvitað er það þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að í öllum þremur flokkunum hafa heyrst raddir sem vildi halda öllu óbreyttu en ég held hins vegar að þetta sé miklu meira spennandi.“ Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem auka á einkarekstur en einnig að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Einnig á að skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: Jón nýr dómsmálaráðherra og Guðrún tekur við af honum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 12:18 Willum Þór verður heilbrigðisráðherra Ráðherralisti Framsóknarflokksins liggur fyrir. Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 12:07 Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Áherslur nýrrar ríkisstjórnar voru kynntar til leiks á Kjarvalsstöðum í dag þar sem Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifuðu undir sáttmálann. Í viðtali að athöfninni lokinni var Katrín spurð að því hver væru stærstu tíðindi sáttmálans? „Það eru auðvitað mörg tíðindi og við reynum að setja þarna niður okkar stærstu áskoranir. Ég ræddi loftlagsvánna hér áðan og þar erum við að setja fram þau tíðindi að Ísland ætlar núna í fyrsta sinn að setja sér sjálfstætt landsmarkmið um samdrátt í losun á eigin ábyrgð um 55 prósent. Það eru heilmikil tíðindi,“ sagði Katrín. Mikið hefur mætt á Svandísi Svavarsdóttir sem gegnt hefur embætti heilbrigðisráðherra en mun nú færa sig um set og taka við sem matvæla, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Aðspurð að því hvort það væri einhver áfellisdómur að Svandís væri færð úr heilbrigðisráðuneytinu sagði Katrín það ekki vera svo. „Það var í raun og veru ég sem talaði mest fyrir því að við ættum að hreyfa ráðuneytin sem mest. Ástæðan fyrir því er einföld. Við höfum verið að vinna saman í fjögur ár. Það er mikilvægt að fólk einmitt takist hendur ný verkefni,“ sagði Katrín sem er ánægð með þau ráðuneyti sem flokkurinn fær. Sjálf verður hún áfram forsætisráðherra en auk Svandísar færir Guðmundur Ingi Guðbrandsson sig úr umhverfisráðuneytinu í stól félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Við erum að fá til okkar gríðarlega mikilvæg ráðuneytinu sem eru félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem er gríðarlega krefjandi verkefni,“ sagði Katrín. Svandísar biði að mati Katrínar krefjandi verkefni. „Síðan er það auðvitað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þar sem er gríðarleg áhersla á innlenda matvælaframleiðslu í þessum stjórnarsáttmála en líka á loftslagsaðgerðir sem tengjast því,“ sagði Katrín. Nokkrar hrókeringar voru gerðar á ráðherraskipan að þessu leyti og telur Katrín að flokkarnir séu ánægðir með sitt. „Eg held að við öll séum frekar sátt við þau verkefni sem ivð erum að fá. Auðvitað er það þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að í öllum þremur flokkunum hafa heyrst raddir sem vildi halda öllu óbreyttu en ég held hins vegar að þetta sé miklu meira spennandi.“
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem auka á einkarekstur en einnig að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Einnig á að skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: Jón nýr dómsmálaráðherra og Guðrún tekur við af honum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 12:18 Willum Þór verður heilbrigðisráðherra Ráðherralisti Framsóknarflokksins liggur fyrir. Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 12:07 Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem auka á einkarekstur en einnig að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Einnig á að skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07
Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51
Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: Jón nýr dómsmálaráðherra og Guðrún tekur við af honum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 12:18
Willum Þór verður heilbrigðisráðherra Ráðherralisti Framsóknarflokksins liggur fyrir. Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 12:07
Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 11:59