Tilgangurinn með bólusetningabílnum er að ná til þeirra í samfélaginu sem enn á eftir að bólusetja gegn kórónuveirunni. Fyrsta heimsóknin var farin í dag og gekk vel. Bókanir fyrir næstu daga hafa þegar borist.
„Dagurinn á morgun hann er fullur og svo bara er að týnast inn í næstu viku,“ segir Brynjar Þór Friðriksson deildarstjóri á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Brynjar segir mörg fyrirtækjanna sem óskað hafa eftir heimsókn frá þeim vera með marga í vinnu.
„Þetta er bara markhópur sem við erum að leita að núna sem er fólk sem er ekki bólusett og kannski veit ekki alveg af því að það á rétt á því að fá bólusetningu. Þetta eru aðallega stærstu verktakafyrirtækin sem eru með fjölda erlenda iðnaðarmanna í vinnu og þannig jafnvel stærri fyrirtæki en við viljum fá að heyra í sem flestum og bólusetja með flesta.“
Heimsóknirnar eru undirbúnar vel.
„Þeir sem vinna hjá þeim eiga von á okkur og við komum og bjóðum bólusetningu og veitum fræðslu,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Hægt er að bólusetja fjölmarga á hverjum degi en bílinn verður á ferðinni alla virka daga. „Við getum bólusett bara mörg hundruð ef að þörf þykir,“ segir Sigríður.