Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fleiri óbólusetta hafa verið lagða inn á Landspítalann með COVID-19 síðustu daga en bólusetta. Vísir/Egill Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40
„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21