Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 13:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki spenntur fyrir bólusetningarskyldu. Vísir/Vilhelm Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira