Innlent

Bjóða fyrirtækjum og stofnunum að fá bólusetningarbílinn í heimsókn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Örvunarbólusetningar halda áfram í þessari viku.
Örvunarbólusetningar halda áfram í þessari viku. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisyfirvöld óska eftir samstarfi við fyrirtæki og stofnanir, sem stendur nú til boða að fá bólusetningabílinn í heimsókn. Markmiðið er að ná til þeirra í samfélaginu sem enn eru óbólusettir.

Bíllinn verður á ferðinni virka daga milli klukkan 10 og 15 og hægt er að óska eftir þeim tíma sem hentar best. Starfsfólk bólusetningabílsins mun bjóða upp á bólusetningu en einnig ræða bólusetningar við þá sem eru í vafa.

Hér má finna upplýsingar um bílinn.

Áfram verður boðað í örvunarskammta í Laugardalshöll í þessari viku. Þeir verða gefnir mánudag, þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 10 til 15. 

Fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn Covid-19 og inflúensubólusetningar.

Á fimmtudag og föstudag er opið hús fyrir óbólusetta og þá sem hafa fengið einn skammt. Opnunartíminn er 10 itl 15 og þeir sem ekki geta þegið örvunarskammt hina virku dagana eru velkomnir.

Báða daga verður bóluefnið frá Pfizer notað en á fimmtudögum einnig Astra Zeneca og Moderna og Janssen á föstudögum.

Nánari upplýsingar má finna á vef heilsugæslunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×