Erlent

Squid Game smyglari dæmdur til dauða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn hefur verið dæmdur til dauða og verður hann tekinn af lífi af aftökusveit. Nokkrir gagnfræðiskólakrakkar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa horft á þættina.
Maðurinn hefur verið dæmdur til dauða og verður hann tekinn af lífi af aftökusveit. Nokkrir gagnfræðiskólakrakkar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa horft á þættina. Getty/Feature China

Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. 

Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. 

Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. 

Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. 

Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. 

Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“


Tengdar fréttir

Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York

Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 

Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín

Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.