Óháðir aðilar hafi hreinsað bæjarstjórann af eineltisásökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 19:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir endanlega og afdráttarlausa niðurstöðu óháðra og löggildra fagaðila liggja fyrir, um að ásakanir hafnsögumanns í Vestmannaeyjum á hendur henni um einelti hafi ekki átt við rök að styðjast. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira