Hafnsögumaður ber bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 21:16 Andrés Þorsteinn Sigurðsson hefur verið yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar síðastliðin fimmtán ár. Vísir/Vilhelm Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakar Írisi Róbertsdóttur um einelti og lygar. Andrés hefur sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Vestmannaeyjar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Vestmannaeyjar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira